Hrærð egg með vorlauk_´´Fjótlegt og þægilegt´´

Hrærð egg með vorlauk er einn algengasti rétturinn í Kína vegna það er afar auðvelt að elda hann og honum svipar til Ommelett. Í kínverskum sjónvarpsþáttum sérð þú oft leikara eða leikakonu matreiða þennan eggrétt. Hann var líka fyrsti rétturinn sem ég eldaði þegar ég var 10 ára.

Í dag er fyrsti dagur kínverska nýársins sem er ár hestsins. Ávallt á þriðja degi nýárs borðum við  eggréttinn með LaoBing sem er brauðdeig eldað á pönnu. LiChun sem er fyrsti dagur vorsins í tunglalmanakinu borðum við vorpönnukökur með hrærðum eggjum og ýmsa aðra diska t.d. grísakjöt í brúnni sósu, steiktar baunaspírur, steikt spínato.fl.

Egg             2 stk.

Vorlaukur    1 stöngull

Salt             1/4 teskeið

Olía             3 matskeiðar

1.       Hræra egg, skera vorlauk í smábita

2.       Bæta vorlauki og salti út í eggjahræruna og hræra vel

3.       Hella olíu á pönnuna

4.       Þegar olía er orðin mjög heit hella egghrærunni út í og elda ommelettuna báðum megin

5.       Rétturinn er tilbúinn þegar eggjahræran er orðin gullinbrún báðum megin.

Þú mátt annað hvort hræra eggjahræruna þannig að hún verði í smábitum eða steikja hana heila og snúa við til að elda báðum megin. Hér á landi má bera fram brauð eða pítabrauð með eggjahrærunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband